L listinn er málið

Mér líst svo vel á L-listann.  Hann stendur fyrir hinn venjulega Íslending. Fyrir okkur sem orðin eru þreytt á flokksræðinu og fyrirsagnapólitíkinni. Hann stendur fyrir gömlu og góðu gildunum.  L-listinn er EKKI fylgjandi aðild að ESB og hann er eini listinn sem þorir að segja hvað hann stendur fyrir.  Sjálfstæðisflokkur dansar á línunni, Samfylking vill í ESB, Framsókn fylgir þeim sem bjóða best, núna er þörf á framboði sem talar fyrir fólkið í landinu og lætur sig það varða.  Ekki þessi venjulegu innantómu kosningaloforð.  Nú hvet ég alla sem eru búnir að fá sig fullsadda á flokksræðinu að fylgjast með framboði L-listans og kjósa á þing fólk sem stendur vörð um hagsmuni Íslands.

Sjálfstæðismenn ættu að skammast sín

Ég er búin að horfa og hlusta á umræður á alþingi í allt kvöld.  Sjálfstæðismenn hafa stundað málþóf af verstu sort í kvöld.  Ég veit ekki hvað þeir halda að þeir græði á að tefja afgreiðslu frumvarps um útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar.  Þeir græða allavegana ekki atkvæði hjá fólkinu í landinu, það kemur nú betur í ljós en nokkurn tímann áður að Sjálfstæðismenn hafa ekki rétta sýn á ástandið í landinu.  Þeir tala á þingi eins og þeir séu vissir um að vera í stjórn eftir kosningar í apríl.  Það ætla ég innilega að vona íslenska þjóðin sé ekki svo vitlaus að kjósa þá yfir okkur aftur.  Nú er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði 18 ár í stjórnarandstöðu. Þessi flokkur er rotinn í gegn. 

Var mikil táfýla á þessum fundi??

Er til of mikils mælst að fara fram á það að þeir sem skrifi fréttirnar fyrir mbl.is kunni að skrifa íslensku og láti lesa fréttirnar sínar yfir áður en þeir birta þær?  ("Í tályktun fundarins") það er varla hægt að flokka þetta sem innsláttarvillu því "t" er langt frá "á".


mbl.is Sjávarútvegur og landbúnaður verði efldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska henni velfarnaðar

Ég óska henni Ingibjörgu velfarnaðar í lífi og starfi og vona að hún nái fullri heilsu.  Kannski kemur hún til baka þegar hún hefur náð fullum krafti aftur. Það er alltaf missir að svona kjarnakonu.  Þetta var alveg rétt ákvörðun hjá henni á þessum tímamótum. Ég er ansi hrædd um að þjóðin yrði ekki sátt ef Jón Baldvin yrði formaður og myndi gera kröfu á forsætisráðherrastólinn. Þá held ég að Samfylkingin myndi missa heilmikið fylgi yfir til VG.  Það myndi sennilega koma best út ef Jóhanna yrði formaður flokksins samhliða því að vera forsætisráðherraefni hans.  Ég hef tröllatrú á þessari konu.  Ég er stuðningsmaður hennar nr.1 á Íslandi.
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig..

Það er erfitt að bera virðingu fyrir þessum manni. Hann virðist alltaf vilja hafa ás í bakhöndinni. Nú segir hann að hann "útiloki ekki Sjálfstæðisflokkinn". Framsóknarflokkurinn er ekkert í dag miðað við það sem hann var.  Framsókn og Sjálfstæðið eiga bara að vera í stjórnarandstöðu næstu 18 ár og læra smá auðmýkt. Læra að bera virðingu fyrir landinu okkar og þjóðinni. 
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus vitleysa

Ég rak augun í að ástæðan fyrir því að Sigmundur Davíð vill að þing verði rofið 12. mars sé svo ekki verði hætta á að Íslendingar gleymi afleiðingunum af (lélegri) efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.  Stundum lítur út fyrir að þessi drengur sé fæddur í gær.  Man hann ekki eftir því að Framsóknarflokkurinn ber alveg jafn mikla ábyrgð á þessari efnahagsstjórn.

Þegar þessi strákur varð formaður Framsóknar og með hans fyrstu verkum var að segja að hann skyldi verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna falli þá hélt maður að kannski bæri hann hag þjóðarinnar fyrir brjósti.  En það hefur komið í ljós að eini hagurinn sem hann ber fyrir brjósti er sinn eigin.  Þannig lítur þetta út því hann hefur ekkert gert nema reyna að tefja fyrir starfi ríkisstjórnarinnar.  það liggja mörg og mikilvæg verk fyrir þessari ríkisstjórn og 11 dagar er ekki nógu langur tími til að þau vinnist vel.  Nú þegar þau er búin að koma Seðlabankanum á rétt ról þá vona ég að þau fari að einbeita sér að því sem skiptir máli og það er að koma heimilum og fyrirtækjum til hjálpar.  Í þessari röð.


mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Ingibjargar kominn

Ég hef alltaf staðið með Ingibjörgu Sólrúnu en kannski væri best að hún myndi núna einbeita sér að því að taka það rólega og ná bata.  Það myndi sennilega koma sér best fyrir flokkinn ef hún myndi draga sig í hlé.  Þjóðin virðist ekki bera sama traust til hennar og áður.  
mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómálefnaleg

Ég hef verið sökuð um að vera ómálefnaleg hérna á blogginu.  Að segja hlutina beint út og vefja þá ekki inní bómul er kallað að vera ómálefnalegur.  Kannski er þörf á því í þjóðfélaginu í dag að hreinlega segja hlutina beint út og vera ekki alltaf að tala í kringum alla hluti.  Nú eru flestir farnir að tala eins og stjórnmálamenn.  Það er ómögulegt stundum að segja til um hvað fólk er að meina.  Má ég þá frekar biðja fólk um að koma til dyranna eins og það er klætt og hætta þessum látaleik endalaust.

Ljót birtingarmynd ofbeldis

Ég fæ tár í hjartað við að lesa þessa frétt.  Einelti er ekkert annað en ofbeldi, aðallega andlegt þó stundum sé það líka líkamlegt.  Sá sem verður fórnarlamb eineltis í æsku bíður þess aldrei bætur. Það fylgir honum alla ævi.  Það setur mark sitt á hvernig persóna viðkomandi er og stórskemmir sjálfmyndina og sjálfstraustið.  Nú ætti bæjarstjórnin á Selfossi að taka í taumana.
mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er sorglegur

Það er svo sorglegt að sjá svona ungan og efnilegan mann vera svona heilaþveginn af DO og co.  Vegna þess að þó svo Geir eigi að heita formaður sjálfstæðisflokksins þá ræður hann engu í stórum málum. Það fara allar stórar ákvarðanir í gegnum DO. Ég held að sjálfstæðiflokkurinn verði fyrst að gera sig SJÁLFSTÆÐAN áður en þeir fara aftur í stjórn.  Það fer þeim bara nokkuð vel samt að vera í stjórnarandstöðu. Þeir ættu að vera þar næstu 2 kjörtímabil eða svo;) 
mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband