L listinn er málið

Mér líst svo vel á L-listann.  Hann stendur fyrir hinn venjulega Íslending. Fyrir okkur sem orðin eru þreytt á flokksræðinu og fyrirsagnapólitíkinni. Hann stendur fyrir gömlu og góðu gildunum.  L-listinn er EKKI fylgjandi aðild að ESB og hann er eini listinn sem þorir að segja hvað hann stendur fyrir.  Sjálfstæðisflokkur dansar á línunni, Samfylking vill í ESB, Framsókn fylgir þeim sem bjóða best, núna er þörf á framboði sem talar fyrir fólkið í landinu og lætur sig það varða.  Ekki þessi venjulegu innantómu kosningaloforð.  Nú hvet ég alla sem eru búnir að fá sig fullsadda á flokksræðinu að fylgjast með framboði L-listans og kjósa á þing fólk sem stendur vörð um hagsmuni Íslands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þetta eru nú bara fyrrverandi framsóknarmenn á þessu  lista,opnir í báða enda,og geta ekki unnið með öðrum,nema senda tölvupóst til að skíta út sýna flokksmenn ekki satt.???Það er skrýtið að vera í framsóknaflokknum í fyrra og þurfa svo að segja af sér vegna tölvupóst,fara í bókabúðina sína og lesa biblíuna og koma svo út sem allt annar og betri maður.???ég trúi ekki á svona bull,ekki veit ég svo sem hvað ég kýs í vor,maður þarf að athuga hver verður í forystu hjá öðrum,en þú segir að Framsókn fylgir þeim sem bjóða best,skoðar þú hvaðan sumri ykkar koma,ekki er nú lýðræði í L-listanum,ekkert prófkjör,fólkið hefur ekkert val,það er bara Hitler-stíll.sá sem er í fyrsta sæti ræður listanum í sýnu kjördæmi,þetta flokkast sem einræði,ég hef ekki áhuga á svona flokki,og vonandi ekki fólk með hugsun og skoðun,ef okkur vantar snilling ein mann til að stjórna,þá vill ég kónginn sjálfan.DAVÍÐ ODDSSON.Ef ég vill lýðræði þá kisi ég Samfylkinguna,ef ég vildi álverin burt þá kisi ég vinstri græna,ef ég vildi bankahrun og atvinnuleysi kisi ég framsókn,ef ég vildi leggja sjómenskuna af kisi ég F-listan.Ef ég vildi ekkert,þá kisi ég L-listan.

Jóhannes Guðnason, 11.3.2009 kl. 00:43

2 identicon

Jóhannes... við vitum hvað við höfum haft, er það sem þú vilt ???? Er ekki komin tími til að reyna í það minnsta nýjar aðferðir?  Mér finnst ekki rétt að dæma það ómögulegt áður en reynt er. Mér sýnist Llistinn koma til með að vera vettvangur fólks með sjálfstæðar skoðanir sem þorir að standa við þær og er það ekki einmitt eitthvað sem við þurfum á að halda núna??

(IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband