VÍST,VÍST...

hefur þeim mistekist. Enn eru allir landsmenn að bíða eftir þessari skjaldborg. Þessi úrræði sem ríkisstjórnin hefur fyrir verst settu heimilin í landinu er of langt og niðurlægjandi ferli til að fólk treysti sér til að sækja um þau. Frekar hættir fólk bara að borga. Ég horfði á viðtal við Umboðsmann skuldara í sjónvarpinu í gær og ákvað strax að þangað myndi ég ekki leita ef ég lendi í meiri fjárhagsvandræðum. Þvílík gufa sem þessi aumingjans kona er. Ég átti bara ekki orð. Og að ég tali nú ekki um þetta þvílíka ferli og öll þessi fylgigögn. Þetta gerir ekki neitt nema fæla fólk frá. Þessi stofnun hjálpar ekki skuldurum heldur bönkunum að fá skuldir sínar borgaðar. Fólkið í landinu er ekki að biðja ríkisstjórnina um að hjálpa bönkunum að níðast á sér heldur er fólkið í landinu að biðja um almenna leiðréttingu á lánunum sínum. Leiðréttingu á höfuðstól. Ég held að ríkið ætti að nota alla þessa peninga sem fara í umsóknina og aðlögunina að Evrópusambandinu til handa fólkinu í landinu heldur en að láta þetta bákn fá þá. Stundum skilur maður ekki forgangsröðunina hér á þessu landi. Skilur ekki ríkisstjórnin að það verður ekkert "ríki" til að stjórna ef allir Íslendingar flytja af landi brott. Mikið vildi ég að ríkisstjórnin og alþingi vöknuðu af sínum þyrnirósarsvefni og sæu að það er ekki allt í lagi hér.
mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband