Laugardagur, 28. mars 2009
Afhverju má hún ekki
Hvers vegna má hún ekki ættleiða á meðan A. Joile og síðar með henni hr. Pitt mega ættleiða og ekki sagt orð við því? Þetta er eitthvað sem ég skil ekki. Með því að ættleiða er hún að veita barninu gott líf allsnægta.
Deilt um fyrirhugaða ættleiðingu Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Mjög brýnt
10 þúsund krefjast ókeypis tannlækninga fyrir börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Rúmur mánuður til kosninga
Nú er rúmur mánuður til kosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Ég hef trú á því að fylgi við L - lista fullveldissinna eigi eftir að rísa allverulega í skoðanakönnunum fram að kosningum þar sem L - listinn er eina framboðið sem boðar afgerandi andstöðu við ESB.
Nú er það orðið nokkuð ljóst að allir flokkar stefna ljóst og leynt að ESB inngöngu. Að ganga að samningaborðinu núna er það allra versta sem komið getur fyrir landið og þjóðina. Það hlýtur hver að sjá að við höfum ekkert að semja um. Við erum í ómögulegri aðstöðu til að ætla að semja um einhver sérákvæði. Það virðist engin hafa hugleitt afhverju ESB er svo umhugsað að Ísland sæki akkúrat núna um aðild. Það er eingöngu vegna þess að við erum í hræðilegri stöðu til að semja. Við erum veik fyrir og það ætlar ESB að nýta sér.
Núna er ekki rétti tíminn til að kjósa um hvort við eigum að sækja um aðild að evrópusambandinu. Núna er rétti tíminn til að kjósa forystu sem einblínir á að greiða úr óreiðunni og laga hlutina. Að ganga í ESB núna gerir illt verra.
Föstudagur, 20. mars 2009
Hvað heldur hann að hann sé þessi maður
Undrandi á orðum Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
X við L
L - listi fullveldissinna er framboð er talar máli fólksins í landinu. Á bak við listann er ekki flokksmaskína sem gerir það að verkum að samband kjósenda við frambjóðendur verður persónulegra. Þessi nálægð landsmanna við framboðið leiðir af sér að fólk á auðveldara með að koma sínum skoðunum á framfæri. Í því felst lýðræði. Að kjósa á þing fólk sem hefur beint umboð frá fólkinu í landinu.
Þess vegna ætla ég að setja X við L.
L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. mars 2009
Prófkjör
Prófkjör gefa alls ekki rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Í prófkjöri kemur eingöngu í ljós vilji þeirra sem eru skráðir félagsmenn í viðkomandi flokki. Eftir allt sem á undan er gengið hlýtur megin þorri þjóðarinnar að vilja breytingar. L - listinn er stjórnmálahreyfing er samanstendur af fólki sem þorir að stíga fram og bjóða flokksvaldinu birginn. L - listinn er á móti inngöngu í ESB og er eini framboðslistinn sem tekur afgerandi stöðu gagnvart þessu mikilvæga máli.
Að mínu mati er spurningin um það hvort Ísland á að ganga í Evrópusambandið ekki það sem aðalmáli skiptir. Það sem er aðalmálið er að skapa efnahagslegan stöðuleika og tryggja það að heimili og fyrirtæki í landinu fari ekki á hausinn. Það hlýtur að vera og verður að vera forgangsverkefni komandi ríkisstjórnar. Þegar því mikilvæga verkefni er lokið eða komið mjög vel á veg þá fyrst finnst mér hægt að fara að tala um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Þegar sú stund rennur upp þá á það ekki að vera á valdi fárra manna að ákveða hvort taka eigi upp aðildarviðræður. Það verður að halda þjóðinni vel upplýstri um kosti þess og galla að ganga í ESB til að við, sem byggjum þetta land, getum tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um hvað við viljum í þessu sambandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. mars 2009
Ótrúlegur hroki Sjálfstæðismanna
Ég var að lesa frétt á vísi.is um að deilt væri um þingrof. Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokks sagði: "að stjórnmálaflokkar þyrftu tíma til að undirbúa kosningar og benti á að heimild væri í lögum til að láta þing koma saman á milli þingrofstilkynningar og kosninga til þess að unnt sé að bregðast við óvæntum aðstæðum". Það er ekkert slíkt yfirvofandi núna sem vitað er um,". Hvar er maðurinn búinn að vera undanfarið, ekki á Íslandi, það er nokkuð ljóst. Þvílíkt yfirlæti í manninum að láta sem vandi Íslendinga og íslenskra heimila sé ekki aðkallandi. Þetta sýnir bara það sem ég hef lengi sagt og það er að Sjálfstæðiflokkurinn er eiginhagsmunaflokkur. Hann vinnur ekki fyrir fólkið í landinu. Nú eiga Íslendingar að sameinast allir sem einn og leyfa þessum flokki að vera í stjórnarandstöðu næstu áratugina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. mars 2009
Idol KLÚÐUR
Föstudagur, 13. mars 2009
Senn líður að kosningum
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Nú ættu menn aðeins að bakka
Gefið konunni smá frið til hugsa málið. Ég hef ekki betur getað heyrt og lesið en að hún sé að hugsa málið. Ég er mjög fylgjandi því að hún verði formaður Samfylkingarinnar og vona svo sannarlega að hún gefi kost á sér. En nú er um að gera að sýna smá virðingu og leyfa henni að ákveða þetta í ró og næði.
Blysför til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2009 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)