Prófkjör

Prófkjör gefa alls ekki rétta mynd af vilja þjóðarinnar.  Í prófkjöri kemur eingöngu í ljós vilji þeirra sem eru skráðir félagsmenn í viðkomandi flokki.  Eftir allt sem á undan er gengið hlýtur megin þorri þjóðarinnar að vilja breytingar.  L - listinn er stjórnmálahreyfing er samanstendur af fólki sem þorir að stíga fram og bjóða flokksvaldinu birginn.  L - listinn er á móti inngöngu í ESB og er eini framboðslistinn sem tekur afgerandi stöðu gagnvart þessu mikilvæga máli.

Að mínu mati er spurningin um það hvort Ísland á að ganga í Evrópusambandið ekki það sem aðalmáli skiptir.  Það sem er aðalmálið er að skapa efnahagslegan stöðuleika og tryggja það að heimili og fyrirtæki í landinu fari ekki á hausinn.  Það hlýtur að vera og verður að vera forgangsverkefni komandi ríkisstjórnar.  Þegar því mikilvæga verkefni er lokið eða komið mjög vel á veg þá fyrst finnst mér hægt að fara að tala um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB.  Þegar sú stund rennur upp þá á það ekki að vera á valdi fárra manna að ákveða hvort taka eigi upp aðildarviðræður.  Það verður að halda þjóðinni vel upplýstri um kosti þess og galla að ganga í ESB til að við, sem byggjum þetta land, getum tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um hvað við viljum í þessu sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband