Rúmur mánuður til kosninga

Nú er rúmur mánuður til kosninga og margt getur gerst á þeim tíma.  Ég hef trú á því að fylgi við L - lista fullveldissinna eigi eftir að rísa allverulega í skoðanakönnunum fram að kosningum þar sem L - listinn er eina framboðið sem boðar afgerandi andstöðu við ESB.

Nú er það orðið nokkuð ljóst að allir flokkar stefna ljóst og leynt að ESB inngöngu.  Að ganga að samningaborðinu núna er það allra versta sem komið getur fyrir landið og þjóðina.  Það hlýtur hver að sjá að við höfum ekkert að semja um.  Við erum í ómögulegri aðstöðu til að ætla að semja um einhver sérákvæði. Það virðist engin hafa hugleitt afhverju ESB er svo umhugsað að Ísland sæki akkúrat núna um aðild.  Það er eingöngu vegna þess að við erum í hræðilegri stöðu til að semja. Við erum veik fyrir og það ætlar ESB að nýta sér.

Núna er ekki rétti tíminn til að kjósa um hvort við eigum að sækja um aðild að evrópusambandinu.  Núna er rétti tíminn til að kjósa forystu sem einblínir á að greiða úr óreiðunni og laga hlutina.  Að ganga í ESB núna gerir illt verra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband