Mjög brýnt

Þetta er mjög þörf umræða.  Það er skammarlegt að við séum svona aftarlega á merinni varðandi þetta mál miðað við þau lönd sem við berum okkur helst saman við.  Auðvitað ættu tannlækningar fyrir börn undir 18 ára aldri að vera ókeypis.  Þetta er málefni sem mikil þörf er að taka upp á alþingi íslendinga.  Það ættu allir flokkar að taka þetta upp vegna þess að í þeim efnahagsþrengingum sem við göngum í gegnum núna er þetta mjög mikilvægt.  Nú er verið að boða að reist verði skjaldborg um heimilin í landinu og tannlækningar barna er mjög stór kostnaðarliður á flestum heimilum.  Ókeypis tannlækningar fyrir börn á að vera hluti af þessari skjaldborg.
mbl.is 10 þúsund krefjast ókeypis tannlækninga fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband