Færsluflokkur: Bloggar

Hann er sorglegur

Það er svo sorglegt að sjá svona ungan og efnilegan mann vera svona heilaþveginn af DO og co.  Vegna þess að þó svo Geir eigi að heita formaður sjálfstæðisflokksins þá ræður hann engu í stórum málum. Það fara allar stórar ákvarðanir í gegnum DO. Ég held að sjálfstæðiflokkurinn verði fyrst að gera sig SJÁLFSTÆÐAN áður en þeir fara aftur í stjórn.  Það fer þeim bara nokkuð vel samt að vera í stjórnarandstöðu. Þeir ættu að vera þar næstu 2 kjörtímabil eða svo;) 
mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn slá sjálfstæðismenn skjaldborg um Davíð Oddsson

Afhverju gera þeir þetta?  Afhverju setja þeir einstaklingshag fram fyrir þjóðarhag?  Sjálfstæðismenn voru kjörnir af þjóðinni til að standa vörð um hag landsmanna en þeir hafa bara aldrei gert það. Þeir eru eiginhagsmunapotarar upp til hópa.

Þetta er mín skoðun.


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið vildi ég að ég ætti 10 milljónir aukreitis inná banka..;)

Þá yrði ég agalega glöð.

Við erum að fara á Djúpavog á morgun. Egill er að fara að skíra litlu dömuna og svo er þorrablót á laugardagskvöldið.  Mikið hlakka ég til að fara á blótið og borða þorramat, sérstaklega hákarlinn, hann er svo góður. Svo verður svo gaman að fara á ball, alvöru ball. Það er langskemmtilegast að djamma útá landi:)   Við ætlum að fara keyrandi, það er útlit fyrir ágætt veður en þó er held ég að það sé hálka alla leiðina. Við snúum bara við ef það verður mjög hált.  Annars ætla ég að hringja í Vegagerðina á morgun og athuga hvernig færðin er áður en við leggjum í hann. Ef það verður slæm færð þá förum við ekki neitt. Þetta fer allt eftir veðri.


eins og frekur krakki...

Undanfarið hefur Davíð Oddsson hagað sér eins og frekur krakki.  Er samt ekki undarlegt að það hefur ekkert heyrst frá honum í þó nokkurn tíma?  Hann heldur sennilega að ef hann lætur lítið fyrir sér fara þá "gleymist" hann!  Svo hefur flokkurinn líklega sagt honum að halda sig á mottunni.  Brýnasta verkefnið á Íslandi er að koma honum í burt úr Seðlabankanum.  Það verður aldrei hægt að byggja hér upp að nýju með hann hangandi yfir öllu saman. 


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna er hetjan mín

Hún hefur alltaf staðið og fallið með sínum orðum og gjörðum sem er meira en hægt er að segja um vel flesta stjórnmálamenn á Íslandi.  Hún er bara töffari. 
mbl.is Jóhanna vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er nett veruleikafirrtur..

Þessi maður er bara brandari. Það er ekki lengur hægt að taka hann alvarlegan.


mbl.is Times: „Óvinsælasti maður Íslands?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamennska á Íslandi..

Afhverju eru fréttamenn hér á Íslandi ekki duglegri við að grafa ofan í fortíð þingmanna og segja frá ættar og venslatengslum?


mbl.is Sigmundur Davíð kemur á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er óásættanlegt að mynda þjóðstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í forsæti

Sjálftæðisflokkurinn hefur sýnt að hann veldur því ekki að fara með forsæti á þessum erfiðu tímum.  Ef Geir hefði stigið skrefið sem þurfti að stíga og verið sá maður sem þjóðin þurfti á halda nú í haust þá myndu málin horfa öðruvísi við nú. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn vanhæfur vegna þess að framundan eru formannsskipti í flokknum og þar mun eiga sér stað innbyrðis kosningarbarátta og það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar á tímum þar sem eining þarf að ríkja með þeim er stjórna landinu.
mbl.is Fundað um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú stingur Sjálfstæðið Samfylkingu í bakið..

Geir H. Haarde segir að aðalkrafa samfylkingar hafi verið að forystan færðist yfir til þeirra og það hafi hann ekki geta fallist á.  Mig grunar krafa samfylkingar hafi verið tvíþætt, annars vegar að Sjálfstæðisflokkurinn hreinsi útúr Seðlabankanum eða forystan færðist yfir til Samfylkingar. Þá yrði þeirra fyrsta verk að gera breytingar í Seðlabankanum. Þetta snýst allt um að verja Davíð Oddson.  Ef þessi ríkisstjórn hefði strax gert róttækar breytingar á fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum þá væri staðan allt önnur. Sennilega hefði aldrei komið til þessara stjórnarslita.  Ég skil ekki afhverju Geir þykir það mikilvægara að halda hlífskyldi yfir Davíð Oddsyni en að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma á friði og ró í landinu.  Hann talar um að það þurfi að auka tiltrú landsins erlendis.  Það væri löngu búið að auka þessa tiltrú ef hann bara hefði strax vikið Davíð í burtu og stokkað upp í fjármálaeftirlitinu.  Þá væri meiri trú á hann hjá landsmönnum líka.  Geir segir líka að það væri eðlilegast að núna yrði mynduð þjóðstjórn með Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar.  Ég er ekki sammála þessu.  Eðlilegast fyndist mér að það yrði mynduð vinstri stjórn Samfylkingar og VG. Jafnvel líka Frjálslyndaflokksins.  Nú finnst mér komin tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fái tíma til prófa að sitja hinum megin við borðið.  Þessi flokkur er búin að vera við völd síðan ég man eftir mér.  Það er hann einn og sér sem er ábyrgur fyrir þessu efnahags og bankahruni.  Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddson í forystu lagði línurnar að þessu kapitalíska hagkerfi hér og þetta er engum að kenna nema þeim.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli..

Ég hef aldrei farið niður í bæ að mótmæla á þessum skipulögðu mótmælum undanfarið.  En þó ég hafi ekki farið hef ég samt verið fylgjandi þeim.  Þessar óeirðir sem nú eiga sér stað á Íslandi eru bein orsök þess að stjórnmálamenn virtu fólk ekki viðlits meðan á friðsömu mótmælunum stóð. Það er sorglegt að það þurfi ofbeldi til að það sé hlustað á okkur, fólkið í landinu.  Nú er um að gera fyrir stjórnina að bregðast við áður en eitthvað verulega slæmt gerist.  Þau geta ekki sofið sínum þyrnirósarsvefni lengur. 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband