Það er óásættanlegt að mynda þjóðstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í forsæti

Sjálftæðisflokkurinn hefur sýnt að hann veldur því ekki að fara með forsæti á þessum erfiðu tímum.  Ef Geir hefði stigið skrefið sem þurfti að stíga og verið sá maður sem þjóðin þurfti á halda nú í haust þá myndu málin horfa öðruvísi við nú. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn vanhæfur vegna þess að framundan eru formannsskipti í flokknum og þar mun eiga sér stað innbyrðis kosningarbarátta og það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar á tímum þar sem eining þarf að ríkja með þeim er stjórna landinu.
mbl.is Fundað um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála, Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera með forystu í Þjóðstjórn.

Úrsúla Jünemann, 26.1.2009 kl. 15:28

2 identicon

Sæl Erna.

En það er víst venjan að sá stærsti byrji, svo koll af kolli .

Ég er sammála þér að Geir á ekki að leiða þetta ferli en lög eru lög.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:33

3 identicon

Ég segi bara eins og Halli og Laddi sögðu hér í den: Mér þætti gaman að sjá það!

Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram við völd verður allt vitlaust. Þá fer fólk fyrst að sjá alvöru mótmæli. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:39

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Forseti Íslands gefur þeim sem hann sýnist umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Það segir hvergi að það eigi að vera stærsti flokkurinn, og eins og ástandið er núna myndi það vera ávísun á geðveikustu mótmæli allra tíma.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband