Enn slá sjálfstæðismenn skjaldborg um Davíð Oddsson

Afhverju gera þeir þetta?  Afhverju setja þeir einstaklingshag fram fyrir þjóðarhag?  Sjálfstæðismenn voru kjörnir af þjóðinni til að standa vörð um hag landsmanna en þeir hafa bara aldrei gert það. Þeir eru eiginhagsmunapotarar upp til hópa.

Þetta er mín skoðun.


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég hef haldið því fram að breytingar á Seðlabankanum séu ekki það sem mikilvægast er til að komast upp úr krísunni.

Þetta svipað og vera í rútu sem er um það bil að hrapa niður í hyldjúpt gil. Í stað þess að rétta kúrsinn, skipta um rútu eða gera eitthvað annað sem forðar farþegum frá stórslysi ákveður bílstjórinn að skipta um rúðuþurrkur og hækka í útvarpinu.

Það er mín skoðun. 

Sveinn Tryggvason, 6.2.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ísland er rúið trausti og það ekki bara erlendis heldur líka innanlands.  Ef þetta ástand væri einhversstaðar annarsstaðar í hinum vestrænu ríkjum þá væru seðlabankastjórarnir löngu búnir að segja af sér.  Á meðan við höfum sömu menn í stjórn bankans og voru í hruninu þá nær Ísland aldrei byggja upp traust að nýju.  Svo verður bara að segjast og það er nokkuð augljóst að D.O ætti bara fyrir löngu að vera hættur. Ef hann væri ekki svona veruleikafirrtur eins og hann er þá væri hann fyrir löngu búinn að segja af sér.

Erla J. Steingrímsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:51

3 identicon

Ósammála Sveini Tryggvasyni með þetta.

 Það að þrír viðskiptabankar skuli vera ríkisvæddir eftir einungis 8 ára vörslu í einkaeigu og algert hrun á gengi íslensku krónunnar sem og skipbrot peningamálastefnunnar, þá er alþjóðlegt traust á Íslandi vart til lengur. Til að endurbyggja það traust þurfum við að senda út þau skilaboð að við erum að taka til í okkar kofa.

Ég spyr. Hafa þau markmið sem Seðlabankinn á að sjá um staðist? Flettu upp og athugaðu hver þau eru og segðu mér að stjórn bankans hafi staðið sig vel.

Að fækka bankastjórum úr þremur í einn og að setja kröfur um faglega skipaða bankastjórn og bankastjóra er einnig mikið þarfaþing fyrir íslenska þjóð. Þetta snýst ekki um einstaka persónur heldur almenna skynsemi.

Með þessu erum við ekki eingöngu að skipta um rúðuþurrkur heldur alla vél rútunnar eins og hún leggur sig.

kv,

Guðgeir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:01

4 identicon

Þar hitti Sveinn Tryggvason nagglan akkúrat á höfuðið.

Rútan sem við erum í steiptist fram af hengiflugi og rennur nú stjórnlaust niður snarbratta hlíðina. Þetta er ekki hvað sýst vegna vanhæfis bílstjórans. Bílstjóra sem hunsaði það að skipta um rúðuþurku og sá þess vegna ekki út um óhreina framrúðuna.

Nú er búið að skipta um bílstjóra og nú ætlar hann að skipta um rúðuþurku svona svo að hann sjái hvert hann er að fara.

Nýji bílstjórinn hækkaði reyndar ekki í útvarpinu, hann slökti á því til að geta heirt það sem farþegarnir höfðu um ástandið að segja.

Tumi Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband