Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Af daglega lífinu
Nú er ég hætt í bili að æsa mig yfir ástandinu hér á landinu okkar. Mig tekur samt sárt að sjá að fólkið sem við völdum til að stjórna landinu skuli ekki hlusta á kjósendur sína. Mér finnst þetta svo mikill tvískinnungsháttur. Þau tala og tala og láta sig allt og alla varða en um leið og búið er að kjósa þau í stjórn þá reynast þau bara hugsa um sjálf sig og hætta að hugsa um kjósendurna. Auðvitað skil ég það að þau geta ekki hoppað á eftir öllu sem sagt er en nú er þjóðin búin að standa 7 laugardaga í röð og kalla á þau. Ég trúi bara ekki að þau ætli bara að láta allt vera eins og það er. Að þau ætli ekki að breyta neinu. Þau verða að láta siðblinda manninn í seðlabankanum, hann davíð oddsson, fara að sigla sinn sjó. Hann má bara ekki lengur vera viðloðandi Ísland. Hann heldur að hann sé landsins eina von og hagar sér þannig. BURT MEÐ DAVÍÐ ODDSON.
En úr daglega lífinu er það að frétta að allir eru hressir. Strákarnir mínir eru yndislegur. Það er svo gaman að Agli Steingrími, hvað hann er farinn að tala fullorðinslega, um daginn var hann að segja bróður sínum að hann mætti ekki róta í dótinu og klikkti út með að segja við hann Hauk Leo að "svona væri nú bara lífið". Ég á náttúrulega alveg sérstaklega yndisleg börn;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
það var loksins..
að einhver gerði eitthvað af viti. Þetta er það sem þarf til að ríkisstjórnin vakni og fatti að þau eru ekki að vinna í umboði þjóðarinnar. Þó svo að mér líki ekki neitt sérstaklega vel við hana Valgerði Sverrisdóttur og myndi alls ekki vilja sjá hana í ríkisstjórn þá er stjórnarandstaðan að svara kalli þjóðarinnar með þessum aðgerðum.
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Endalaus hringavitleysa
Ég er orðin svo leið á þessari ríkisstjórn. Þau gera ekkert annað en að tala í hringi og tala illa um hvort annað. Þessi ríkisstjórn er greinilega ekki hæf í að stjórna landinu. Það besta sem þau myndu gera núna er að boða til nýrra kosninga. Í þjóðfélaginu hefur myndast mikil vantrú og vantraust á ríkisstjórnina okkar og ef þau bæru hag lands og þjóðar fyrir brjósti myndu þau víkja. Það er bara ekki eðlilegt að þeir sem bera ábyrgð á efnahagshruninu fái að spila með þessa peninga sem nú eru að koma inní landið í formi lána frá IMF og nágrannalöndum. Þau eiga ekki að fá tækifæri til að rústa landinu endanlega. Það fyrsta sem þau eiga gera til að öðlast traust þjóðarinnar er að víkja honum Davíð Oddssyni úr embætti og nr 2 sem þau eiga að gera er að láta hana Ingibjörgu vera forsætisráðherra.
Þetta er mín skoðun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Uppgjöf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Ekki rasa um ráð fram
það er svo mikið meira sem fylgir aðild að Evrópusambandinu heldur en evran sem gjaldmiðill. Ísland kemur til með að missa alla sjálfsstjórn. Baráttan sem Íslendingar hafa háð fyrir sjálfstæði sínu er nú farin fyrir lítið ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Það skal engin ímynda sér að í þessu stóra regluverki sem eb er að við fáum að ráða einhverju. Það hlýtur að vera hægt að fara einhverja aðra leið.
Ég er farin að sjá fyrir mér að Íslendingar verði eins og Sígaunar. Landlaus þjóð sem er dreifð út um allan heim.
Drög lögð að umsókn um ESB-aðild? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Mikið vildi ég...
að helgarnar væru 3 dagar. Það væri svo notalegt.
Ég fylgdist með mótmælunum á austurvelli í sjónvarpinu í gær. Skömm að segja frá því að ég var ekki þar en ég var þar í anda. Mér fannst ræðurnar svo flottar og þær sögðu allt sem segja þarf. Ég skil ekki afhverju ríkisstjórnin situr enn eins og þrjóskur hundur. Heyrir hún ekki hvað fólkið í landinu vill? Ég veit að Geir H. Haarde fengi meira fylgi ef hann myndi nú taka af skarið og víkja honum Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og var nú bara stolt af því. Mér leist svo vel á hana Ingibjörgu Sólrúnu. En ekki lengur. Hún er greinilega ekki með neinar sjálfstæðar skoðanir. Hún gerir bara eins og Sjálfstæðisflokkurinn segir henni að gera. Og svo skil ég ekki hvað hún var að gera með þessu framboði í Öryggisráðið. Hélt hún virkilega að það myndi virka?? Nú væru vel þegnir milljarðarnir sem fóru í þessa vitleysu. Mér finnst að Samfylkingin eigi að slíta stjórnarsamstarfinu og mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. Því þó Ingibjörg hafi valdið mér vissum vonbrigðum held ég að hún gæti gert marga góða hluti með rétta fólkið með sér. Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi frá stjórn þessa lands?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Steingrím J í ríkisstjórn
Það er mín skoðun núna og væntanlega margra í landinu. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn skríði ofan í holuna sem hann kom uppúr og leyfi alvöru fólki að leiða okkur í gegnum þetta alvarlega ástand.
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
eins og kýrnar á vorin...
þannig er ég núna, eftir að ég virkjaði bloggið mitt aftur. Ég þarf svo mikið að fá að segja mína skoðun á landsmálunum.
Mér finnst hann Bjarni Harðarson aðdáunarverður og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar. Geir H. Haarde ætti að segja af sér sem og Davíð í seðlabankanum. Valgerður á að segja af sér og líka hann Árni M.
Núna vill ég bara sjá hann Steingrím J. í ríkisstjórn því þó hann sé kannski stundum heldur öfgafullur í skoðunum þá hefur hann sýnt að hann stendur og fellur með sínum orðum og gjörðum. Hann starfar af heilindum fyrir þjóðina.
Nú ríður á að Íslendingar standi saman og leyfi ekki núverandi ríkisstjórn að sitja í friði og vernda eigin hagsmuni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Geir, þú ert að orðinn alveg sami hrokagikkur og Davíð Oddson
Jæja, nú er ég búin að fá nóg af ástandinu í landinu, ég er búin að fá nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda. Nú finnst mér að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð og segja af sér. Ég vil að við, íslendingar, fáum að kjósa okkur nýja stjórn og ég vill að Sjálfstæðisflokkurinn salti sjálfan sig, þeir ættu að fara í pásu og leyfa dugandi fólki að koma þjóðinni út úr þessari krísu. Nú er kominn tími til að Davíð Oddsson hætti að stjórna landinu, hann kemur til með að gera það svo lengi sem Sjálfstæðisflokkurinn er í forsæti. Hann getur ekki sleppt takinu og hans flokksbræður leyfa honum að komst upp með allt. Barátta okkar íslendinga fyrir sjálfstæði er farin fyrir lítið ef menn eins og Davíð Oddson fá að valsa hér um og gera það sem þeim þóknast.
Bloggið mitt hefur verið í langri pásu og má segja að það hafi eiginlega aldrei komist almennilega af stað en nú verð ég bara að fá að segja mína skoðun. Ég get ekki lengur orða bundist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Heim heim
Jæja, nú er tími sumarfríanna að byrja og að þessu sinni ætlum við ekki að fara til útlanda heldur fara austur á Esk. til að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Það verður ball á laugardagskvöldið þar sem hljómsveitin "í svörtum fötum" verður að spila og við erum nú bara að hugsa um að skella okkur á ball:) Það er nú bara einu sinni þannig að það er miklu skemmtilegra að fara á ball útá landi heldur en pöbbarölt í bænum;) Það eru ár og dagar síðan ég fór á alvöru ball. Það verður gaman að hitta Erlu og Davíð, þau ætla líka að fara á ball. Það eru orðin ansi mörg ár síðan ég og Erla vorum að stunda pöbbinn á Esk. og það verður gaman að rifja upp gamla tíma.
Egil Steingrím er farið að hlakka mikið til að hitta afa sinn og fara að sigla með honum á sjómannadaginn. Hann er líka löngu búinn að ákveða, uppá sitt einsdæmi, að fara að veiða með honum. Það verður brjálað að gera hjá pabba þegar við komum austur:)
Það gekk bara vel hjá okkur um daginn þegar við fórum að hitta "wedding singerinn". Hann er nú alveg yndislegur sá maður. Nú er bara allt komið svo að segja, það eina sem er eftir eru föt á Árna.
Við ætlum að keyra norður fyrir og stoppa á Akureyri eina nótt. Saldís vinkona hringdi áðan til að spyrja mig hvort ég vildi frekar: hrygg eða læri að borða. Þannig að við lendum í veisluborði þar. Hún Saldís er mín fyrirmynd þegar kemur að húsmóður störfum, hún er alveg einstaklega dugleg:)
Við fórum að heimsækja Drífu og Árna um daginn og ég vissi bara ekki hvert hundurinn þeirra ætlaði þegar við komum. Hann var alveg agalega hrifinn af Hauk Leo litla. Vægast sagt:) Ég hef aldrei séð hund láta svona. Hann er nú samt alveg agalega sætur.
Jæja, það er best að hætta þessu blaðri... þangað til seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)