Af daglega lífinu

Nú er ég hætt í bili að æsa mig yfir ástandinu hér á landinu okkar. Mig tekur samt sárt að sjá að fólkið sem við völdum til að stjórna landinu skuli ekki hlusta á kjósendur sína. Mér finnst þetta svo mikill tvískinnungsháttur. Þau tala og tala og láta sig allt og alla varða en um leið og búið er að kjósa þau í stjórn þá reynast þau bara hugsa um sjálf sig og hætta að hugsa um kjósendurna. Auðvitað skil ég það að þau geta ekki hoppað á eftir öllu sem sagt er en nú er þjóðin búin að standa 7 laugardaga í röð og kalla á þau. Ég trúi bara ekki að þau ætli bara að láta allt vera eins og það er. Að þau ætli ekki að breyta neinu. Þau verða að láta siðblinda manninn í seðlabankanum, hann davíð oddsson, fara að sigla sinn sjó. Hann má bara ekki lengur vera viðloðandi Ísland. Hann heldur að hann sé landsins eina von og hagar sér þannig. BURT MEÐ DAVÍÐ ODDSON.

En úr daglega lífinu er það að frétta að allir eru hressir. Strákarnir mínir eru yndislegur. Það er svo gaman að Agli Steingrími, hvað hann er farinn að tala fullorðinslega, um daginn var hann að segja bróður sínum að hann mætti ekki róta í dótinu og klikkti út með að segja við hann Hauk Leo að "svona væri nú bara lífið".  Ég á náttúrulega alveg sérstaklega yndisleg börn;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband