Stóri dagurinn..

Það styttist óðum í stóra daginn. Ég er farin að hlakka svoo mikið til.  Í kvöld erum við að fara að hitta manninn sem ætlar að syngja í athöfninni. Við erum nú svo órómantísk eitthvað að við eigum ekkert lag eins og svo margir eiga saman. Við treystum bara á að þessi mæti maður hafi einhverjar hugmyndir að lögum.

Það er í svo mörg horn að líta þegar maður er að undirbúa brúðkaup. Ég sagði nú alltaf að þegar ég myndi gifta mig þá ætlaði ég ekki að hafa svona formúlubrúðkaup en mér sýnist allt stefna í það. Ég sé nú bara eftir því núna að hafa ekki bara ákveðið að fara til dómara og fara svo af landi brott í brúðkaupsferð og ekkert að vera að halda veislu. Þó maður eigi ekki að vera að horfa í peninginn þegar maður giftir sig því það gerir maður bara einu sinni, að öllu jöfnu, þá er þetta helv.. dýrt.

En að allur þessi undirbúningur sé fyrir 45 mínútur. Ég er nú samt búin að sjá að undirbúningurinn og hugsunin um athöfnina er nú bara það sem málið snýst um, það er það sem er svo skemmtilegt. Svo kemur rúsínan í pylsuendanum og þá verður maður hamingjusamlega giftur:)  


Ekki byrja að reykja

Það er aldrei að vita hvað gerist á morgun og enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Ég hef verið að berjast við reykinga-drauginn og hann er að hafa betur. Ég ætti nú ekki einu sinni að segja frá þessu, þetta er svo skammarlegt.

Ég vill bara að segja eitt við krakka í dag: EKKI BYRJA AÐ REYKJA.  Það er ekki "cool" og það er ekki töff og þið þurfið ekki að reykja til að falla í hópinn. Í dag þykir það reyndar mjög hallærislegt að reykja, held ég.

 Það að reykja skemmir ekki aðeins mann sjálfan heldur alla í kringum mann.


Allt að koma

JÆJA.....  Nú er ég loksins farin að sjá fyrir endann á öllu þessu eldhús dóti.

Þetta hefur nú tekið tímann sinn og á meðan hefur verið hálfgerður útilegu fílingur hérna á heimilinu. Borðað, með plasthnífapörum af plastdiskum, úrval af 1944 réttum hituðum í örbylgjuofninum (sem farinn er að syngja sitt síðasta;) En stendur samt fyrir sínu.

Tengdapabbi hefur verið alveg svakalega duglegur að hjálpa okkur, þetta hefði ekki gengið ef hann hefði ekki verið hér. Hann á alveg hrós skilið fyrir að nenna að vera hérna alltaf í öllum sínum frítímum.

 


Fyrsta bloggið

Í dag er fyrsta opinbera bloggið mitt. Það er margt sem hvílir á þjáðum huga mínum, aðalega er það vesenið í kringum eldhúsinnréttinguna. Ég er að verða brjáluð á að geta ekki eldað matinn og vera ekki með eldhús, en það horfir allt til betri vegar, nýja innréttingin ætti að vera komin langleiðina eftir helgi. Það er allt á rúi og stúi og mest langar mig að fara austur til mömmu og pabba á meðan verið er að gera þetta klárt. En ég get ekki endalaust vælt og pirrað mig yfir þessu, ég verð að finna mér eitthvað nýtt til að pirra mig yfir;) Ég sendi loksins sængurgjöfina til Erla vinkonu á Esk í dag. Það var nú kominn timi til, barnið fer bara að fermast bráðum!!!

 Ætli ég segi þetta ekki gott sem fyrstu blogg færslu.

 Seinna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband