Ekki rasa um ráð fram

það er svo mikið meira sem fylgir aðild að Evrópusambandinu heldur en evran sem gjaldmiðill. Ísland kemur til með að missa alla sjálfsstjórn. Baráttan sem Íslendingar hafa háð fyrir sjálfstæði sínu er nú farin fyrir lítið ef Ísland gengur í Evrópusambandið.  Það skal engin ímynda sér að í þessu stóra regluverki sem eb er að við fáum að ráða einhverju.  Það hlýtur að vera hægt að fara einhverja aðra leið.

Ég er farin að sjá fyrir mér að Íslendingar verði eins og Sígaunar. Landlaus þjóð sem er dreifð út um allan heim. 


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist sem stjórnarflokkarnir séu að reyna að dreifa athygli fólks frá hruninu og eigin ábyrgð á því.

Valdaklúbburinn gerir allt til að hanga í ráðherraembættum og ekki er hrófalað við nokkrum sem hefur óhreint í mjöl í pokahorninu.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: A.L.F

Jæja þá fer að líða að því að við teljumst heppin ef við fáum yfir höfuð vatn í kranann hjá okkur, verður allt selt úr landi til að græða sem mest eftir að gráðugir aðilar hafa keypt upp auðlindir okkar.

A.L.F, 17.11.2008 kl. 12:00

3 identicon

Við Íslendingar verðum að frumvinnsluþjóð. Með algjörlega frjálsu flæði fjármagns og vinnuafls verða náttúruauðlindir okkar nýttar í þágu stórabróður, og lög og reglugerði um umhverfisvernd hér á landi ógildar vegna hagsmuna annara þjóða.

Á Íslandi hefur til að mynda, menntunarstig aukist mjög á milli ára og þarf það fólk því að flytja til útlanda til þess að fá atvinnu við hæfi, á meðan ódýrt vinnuafl mun steyma hingað frá austur evrópu til þess að fá atvinnu.

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband