Icesave

Ef alþingi samþykkir Icesave samningana þá verður fjandinn laus í þjóðfélaginu. Það vill enginn íslendingur verja ævi sinni, barna og barnabarna, í að borga skuldir nokkurra óreiðumanna. Íslendingar eiga eftir að verða mjög reiðir ef þetta samkomulag verður samþykkt. Það er svo hneykslanlegt að þessir menn skuli enn vera gjaldgengir hérna í samfélaginu. Þetta er það versta sem nokkurn tímann hefur komið fyrir okkur. Vissulega eiga eftirlitsstofnanir og ríkisstjórn ábyrgð á þessu líka. Að það skuli enn vera allt þetta fólk á alþingi er með ólíkindum. Íslendingar ættu bara að taka sig saman og reka alla alþingismenn. Velja síðan hæfa menn í þjóðfélaginu til að takast á við þennan vanda. Stjórnmálafólk er núna vanhæfasta fólkið til að leysa þennan vanda. Hjá þeim er aðalatriðið ekki að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti heldur að halda bretum og hollendingum góðum til að við fáum frímiða í esb. Það á bara að blása þessa umsókn í esb útaf borðinu, fella Icesave samningana og reyna að finna heillavænlegri leiðir til að bjarga þjóðarskútunni. Það er til nóg af hæfu fólki til að taka á þessu ástandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er samál hverju orði í þessari færslu og skíthrædd við að Alþingismenn kalli yfir okkur þrælahald til áratuga.  Þeir eiga allir að fara, allir með tölu.

Kolla (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:03

2 identicon

Átti að vera sammála

Kolla (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband