Ótrúlegur hroki Sjálfstæðismanna

Ég var að lesa frétt á vísi.is um að deilt væri um þingrof.  Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokks sagði: "að stjórnmálaflokkar þyrftu tíma til að undirbúa kosningar og benti á að heimild væri í lögum til að láta þing koma saman á milli þingrofstilkynningar og kosninga til þess að unnt sé að bregðast við óvæntum aðstæðum". „Það er ekkert slíkt yfirvofandi núna sem vitað er um,".  Hvar er maðurinn búinn að vera undanfarið, ekki á Íslandi, það er nokkuð ljóst.  Þvílíkt yfirlæti í manninum að láta sem vandi Íslendinga og íslenskra heimila sé ekki aðkallandi.  Þetta sýnir bara það sem ég hef lengi sagt og það er að Sjálfstæðiflokkurinn er eiginhagsmunaflokkur.  Hann vinnur ekki fyrir fólkið í landinu.  Nú eiga Íslendingar að sameinast allir sem einn og leyfa þessum flokki að vera í stjórnarandstöðu næstu áratugina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæl Erla, ég hlakka til að fá að kynnast þér á næstu fundum hjá okkur.    Erla það virðast allir flokkarnir gleyma heimilunum í landinu,og öllum þeim fjölskyldum sem stefna í gjaldþrot á næstunni.  Í dag berjast þeir um bestu sætin í flokkunum sínum.  Þeir halda áfram þessi þingmenn okkar að berjast um VÖLD.  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.3.2009 kl. 19:47

2 identicon

Sammála þér með þetta, svona er hrokinn alveg yfirgengilegur.

(IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband