Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ómálefnaleg
Ég hef verið sökuð um að vera ómálefnaleg hérna á blogginu. Að segja hlutina beint út og vefja þá ekki inní bómul er kallað að vera ómálefnalegur. Kannski er þörf á því í þjóðfélaginu í dag að hreinlega segja hlutina beint út og vera ekki alltaf að tala í kringum alla hluti. Nú eru flestir farnir að tala eins og stjórnmálamenn. Það er ómögulegt stundum að segja til um hvað fólk er að meina. Má ég þá frekar biðja fólk um að koma til dyranna eins og það er klætt og hætta þessum látaleik endalaust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.