Mánudagur, 26. janúar 2009
Nú stingur Sjálfstæðið Samfylkingu í bakið..
Geir H. Haarde segir að aðalkrafa samfylkingar hafi verið að forystan færðist yfir til þeirra og það hafi hann ekki geta fallist á. Mig grunar krafa samfylkingar hafi verið tvíþætt, annars vegar að Sjálfstæðisflokkurinn hreinsi útúr Seðlabankanum eða forystan færðist yfir til Samfylkingar. Þá yrði þeirra fyrsta verk að gera breytingar í Seðlabankanum. Þetta snýst allt um að verja Davíð Oddson. Ef þessi ríkisstjórn hefði strax gert róttækar breytingar á fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum þá væri staðan allt önnur. Sennilega hefði aldrei komið til þessara stjórnarslita. Ég skil ekki afhverju Geir þykir það mikilvægara að halda hlífskyldi yfir Davíð Oddsyni en að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma á friði og ró í landinu. Hann talar um að það þurfi að auka tiltrú landsins erlendis. Það væri löngu búið að auka þessa tiltrú ef hann bara hefði strax vikið Davíð í burtu og stokkað upp í fjármálaeftirlitinu. Þá væri meiri trú á hann hjá landsmönnum líka. Geir segir líka að það væri eðlilegast að núna yrði mynduð þjóðstjórn með Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar. Ég er ekki sammála þessu. Eðlilegast fyndist mér að það yrði mynduð vinstri stjórn Samfylkingar og VG. Jafnvel líka Frjálslyndaflokksins. Nú finnst mér komin tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fái tíma til prófa að sitja hinum megin við borðið. Þessi flokkur er búin að vera við völd síðan ég man eftir mér. Það er hann einn og sér sem er ábyrgur fyrir þessu efnahags og bankahruni. Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddson í forystu lagði línurnar að þessu kapitalíska hagkerfi hér og þetta er engum að kenna nema þeim.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.