Uppgjöf...

það er kominn uppgjafartónn í hugsanir mínar þegar ég hugsa um ráðamenn íslensku þjóðarinnar. Það er búið að skipuleggja hver fjöldamótmælin á fætur öðru og það er eins og stjórnvöld hafi ekki orðið vör við þau. Þessir blessuðu ráðherrar og aðrir ráðamenn sitja bara í sínum fílabeinsturni og halda að allt sé í lagi.  ÞAÐ ER EKKI ALLT ALLT Í LAGI.  Eru þau ekki að hlusta á þjóðina? Eru þau bæði blind og heyrnalaus?  Ég þoli bara ekki þessa hrokafullu afstöðu að þau viti best.  Þau eru ekki að gera það sem þjóðin vill. Þjóðin vill að þau axli ábyrgð og þjóðin vill líka að davíð oddsson fari bara eitthvert þar sem hvorki heyrist til hans eða sést.  Það eru allir komnir með uppí kok á þessu fólki og kominn tími til að þau axli ábyrgð á ástandinu og víki.  Núna ætti bara að mynda stjórn með besta fólkinu úr hverjum flokki. Ég vildi að það væri hægt. Íslenska þjóðin ætti að fá að kjósa fólk í ríkisstjórn en ekki flokka.  Við ættum að fá að kjósa besta fólkið, burtséð frá því í hvaða flokki það er.  En þetta er bara mín skoðun og kannski svolítið draumkennd en hvað er hægt að gera annað en að láta sig dreyma á tímum sem þessum;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband