Mikið vildi ég...

að helgarnar væru 3 dagar. Það væri svo notalegt.

Ég fylgdist með mótmælunum á austurvelli í sjónvarpinu í gær. Skömm að segja frá því að ég var ekki þar en ég var þar í anda. Mér fannst ræðurnar svo flottar og þær sögðu allt sem segja þarf. Ég skil ekki afhverju ríkisstjórnin situr enn eins og þrjóskur hundur. Heyrir hún ekki hvað fólkið í landinu vill? Ég veit að Geir H. Haarde fengi meira fylgi ef hann myndi nú taka af skarið og víkja honum Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum.  Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og var nú bara stolt af því. Mér leist svo vel á hana Ingibjörgu Sólrúnu. En ekki lengur. Hún er greinilega ekki með neinar sjálfstæðar skoðanir. Hún gerir bara eins og Sjálfstæðisflokkurinn segir henni að gera.  Og svo skil ég ekki hvað hún var að gera með þessu framboði í Öryggisráðið. Hélt hún virkilega að það myndi virka?? Nú væru vel þegnir milljarðarnir sem fóru í þessa vitleysu.  Mér finnst að Samfylkingin eigi að slíta stjórnarsamstarfinu og mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum.  Því þó Ingibjörg hafi valdið mér vissum vonbrigðum held ég að hún gæti gert marga góða hluti með rétta fólkið með sér.  Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi frá stjórn þessa lands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband