Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Endurvakning

Jæja, nú ætla ég að fara að endurvekja bloggið mitt. Framvegis verður þetta vettvangur minn fyrir vangaveltur um líðandi stund, smá pólitískar hugleiðingar og bókmenntapælingar:)

Nú hef ég verið hundaeigandi í tvo mánuði og ...vei! Að eiga hund er sennilegasta það heilbrigðasta sem ég hef gert um ævina. Ég fer í langa hjólatúra tvisvar á dag og hreinlega geisla af heilbrigði:) Alveg án gríns.
Nú styttist í jólin.. og ég gerði svaka kaup á lagersölu Forlagsins. Þvílík fjársjóðskista þessi markaður er, fullt af flottum bókum til sölu á lítinn sem engan pening. Það gerir mig alltaf hamingjusama að gera góð kaup:) Ég mæli eindregið með þessari lagersölu:) Maður er alltaf að spara;)


Nýjar borgarstjórnarkosningar - STRAX

Þetta karnival ástand í ráðhúsi Reykjavíkur er með ólíkindum. Það á að boða til nýrra kosninga strax, ekki draga borgarbúa á asnaeyrum. Ég er gífurlega hneyksluð.

Dagur var ekki kosinn borgarstjóri

Ég vill hafa þann mann borgarstjóra sem ég kaus til þess verks og það er Jón Gnarr. Ef hann treystir sér ekki til að gegna þessu starfi þá á hann að segja af sér og við borgarbúar eigum að fá að kjósa okkur annan borgarstjóra. Það er mjög loðið að færa starfsskyldur borgarstjóra yfir á einhvern annan mann, sem ekki var kosinn. Í þeirri ólgu sem er ríkjandi í þjóðfélaginu í dag þá verður svona leyni- og svikamakk aldrei liðið.
mbl.is Snýst um stól fyrir Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÍST,VÍST...

hefur þeim mistekist. Enn eru allir landsmenn að bíða eftir þessari skjaldborg. Þessi úrræði sem ríkisstjórnin hefur fyrir verst settu heimilin í landinu er of langt og niðurlægjandi ferli til að fólk treysti sér til að sækja um þau. Frekar hættir fólk bara að borga. Ég horfði á viðtal við Umboðsmann skuldara í sjónvarpinu í gær og ákvað strax að þangað myndi ég ekki leita ef ég lendi í meiri fjárhagsvandræðum. Þvílík gufa sem þessi aumingjans kona er. Ég átti bara ekki orð. Og að ég tali nú ekki um þetta þvílíka ferli og öll þessi fylgigögn. Þetta gerir ekki neitt nema fæla fólk frá. Þessi stofnun hjálpar ekki skuldurum heldur bönkunum að fá skuldir sínar borgaðar. Fólkið í landinu er ekki að biðja ríkisstjórnina um að hjálpa bönkunum að níðast á sér heldur er fólkið í landinu að biðja um almenna leiðréttingu á lánunum sínum. Leiðréttingu á höfuðstól. Ég held að ríkið ætti að nota alla þessa peninga sem fara í umsóknina og aðlögunina að Evrópusambandinu til handa fólkinu í landinu heldur en að láta þetta bákn fá þá. Stundum skilur maður ekki forgangsröðunina hér á þessu landi. Skilur ekki ríkisstjórnin að það verður ekkert "ríki" til að stjórna ef allir Íslendingar flytja af landi brott. Mikið vildi ég að ríkisstjórnin og alþingi vöknuðu af sínum þyrnirósarsvefni og sæu að það er ekki allt í lagi hér.
mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli...

Ég ætla að gera mér ferð niður á Austurvöll annað kvöld og taka þátt í friðsamlegu mótmælunum sem eru ráðgerð þar. Nú þarf að fara að hrista aftur upp í þingheimi. Þeir sem sitja þar eru orðnir of heimakærir í stólunum sínum. Þingmenn og ráðherrar þurfa að muna að þeir eru að vinna fyrir þjóðina en ekki sjálfan sig.

Hvað er að??

Ég er farin að sjá það að íslendingar eru ekki færir um að stjórna landinu sínu sjálfir. Ég býð Evrópusambandið velkomið í framhaldinu! Þvílíkur skrípaleikur, þessar ákærur. Ég er mikið á móti því að einn maður verði ákærður fyrir tjón sem svo margir aðilar urðu valdir að. Ég er sammála Þór Saari um að skipta þurfi út öllum ráðherrum og öllum alþingismönnum. Alþingi er ekki sandkassi!!! Ráðherrar og þingmenn.. Vinsamlegast hættið að vanvirða Alþingi með svona tilgangslausum vinnubrögðum.

Yndislegur dagur

Já, það er yndislegur dagur í dag. Ég elska svona rigningu og rok, þetta veður er mjög í stíl við skapið á mér;) Ég hef alltaf bloggað hér um álit mitt á þjóðmálunum er að hugsa um að halda því áfram í bland við annað. Ég er orðin þreytt á að fylgjast með ríkisstjórninni gera ekki nokkurn skapaðan hlut!! Aðalmálið á Alþingi núna er hvort ákæra eigi það fólk sem var ráðherrar þegar "hrunið" varð. Að mínu mati er það ekki aðalmálið hvort það eigi að ákæra einhvern lítinn hluta af fólki, flestir þeir þingmenn sem eru á þingi hafa á einhverjum tímapunkti komið að stjórnun landsins síðustu 20 ár. Á ekki bara að ákæra alla alþingismenn sem sátu á þingi á þessum tíma? Það er hlutverk Alþingis að setja lög, það er þingræði hér á Íslandi, af hverju brást Alþingi ekki við og setti lög á bankana? Afhverju einbeita þingmenn sér ekki að því sem er mikilvægt eins og heimilunum í landinu. Á hverjum degi eru fjölskyldur að missa heimili sín á nauðungaruppboðum. Alþingismenn og ráðherrar þurfa að læra að forgangsraða.

Ung Vinstri græn líkja Sjálfstæðisflokki við kynsjúkdóm

Heyrði auglýsingu á útvarpsstöðinni Flass í gær sem hljóðaði einhvern veginn svona:"Það svíður undan Sjálfstæðisflokknum, en hann er eins og klamidýa, ekkert mál að losna við hann. Ung Vinstri græn". Ég veit að hér um bil allt er leyft í kosningarbaráttu...

mbl.is Kjörsókn fer hægt af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bezti flokkurinn er bezti kosturinn

Það sem byrjaði sem grínframboð hjá Jóni Gnarr hefur snúist upp í grafalvarlega kosningabaráttu.  Reykvíkingar gætu gert margt verra en að kjósa Bezta flokkinn.  Ég ætla að kjósa Bezta flokkinn, m.a. af þeirri ástæðu að ég er komin með algert ofnæmi fyrir flokkunum fjórum.  Ég vil fólk sem er ekki gegnumsýrt af spillingarpólitíkinni hér á þessu landi.  Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr og Bezta flokkinn.  Ég hef trú á því að það yrði borginni til góðs að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr borgarstjórn.  Ég hef reyndar ekkert á móti Hönnu Birnu, borgarstjóra, en hún er í kolvitlausum flokki, og bara það að hún skuli vera í Sjálfstæðisflokknum ber vott um gríðarlegt dómgreindarleysi af hennar hálfu.
mbl.is VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð mannréttindi

Samkynhneigð hefur alltaf verið til staðar, samkynhneigð var til staðar löngu áður en biblían var sett saman og löngu áður en menn fóru að iðka kristna trú.  Þetta er ekkert flókið, samkynhneigt fólk er alveg jafn mikið fólk og gagnkynhneigt, kannski mætti meira að segja snúa þessu við, gagnkynhneigt fólk er alveg jafn mikið fólk og samkynhneigt.  Ég hef aldrei orðið vitni að því að samkynhneigðir setji út á lifnaðarhætti gagnkynhneigðs fólks, ég hef ekki séð samkynhneigða í krossferð gegn gagnkynhneigðu fólki, afhverju er gagnkynhneigt fólk í krossferð gegn samkynhneigðum?  Afhverju getur fólk ekki bara lifað í sátt og samlyndi og sætt sig við að hver og einn einstaklingur er einstakur, það eru engir tveir eins.  Sem betur fer:)
mbl.is Skiptar skoðanir um ein hjúskaparlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband