Ísland er land mitt..

En spurning hvort íslenska þjóðin verði til sem þjóð mikið lengur. Ef samþykktur verður þessi Icesave samningur þá flýr fólk skipulega til annara landa og eftir 50 ár þá verður íslenska þjóðin orðin minning ein. Það vill engin meðal Jón, engin venjulegur íslendingur eyða ævinni í að borga Icesave, og eins og það sé ekki nóg þá munum við ekki bara eyða okkar eigin ævi í að borga þessa fásinnu heldur dæma afkomendur okkar til að þræla fyrir breta og hollendinga og allt vegna þess að nú skortir fólk með kjark á alþingi íslendinga. Þvílíkur aumingjaskapur það er í stjórnarliðum að ætla að láta þessa skuld falla á þjóðina. Hvar er þjóðarvitundin hjá þessu fólki? Ég get orðið svo reið þegar ég hugsa um þetta en mest ber á vonbrigðatilfinningu. Vonbrigði með Steingrím J og VG sem ég kaus á þing og eru að kjósa yfir þjóðina þrælkun fyrir erlend ríki til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vonum bara að IceSlave fyrirvararnir verð ekki samþykktir og óvinir okkar í €vrópu neiti okkur um inngöngu.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 1.9.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband