Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Pólitískt sjálfsmorð Steingríms J. Sigfússonar
Hans tími í pólitík er sennilega liðinn. Hér eftir á fólk eftir að hika við að kjósa flokk sem hann er í forsvari fyrir því að í dag sannaðist að hann á erfitt með að standa við stóryrði síðustu ára. Fólk treystir ekki stjórnmálamanni sem sjaldan, ef nokkurn tíma, stendur við það sem hann hefur lofað kjósendum sínum.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Athugasemdir
Þegar kosningarnar voru búnar var spurt formenn báða flokkana í ríkisstjórn, hvort ekki væri erfitt að halda áfram stjórnarsamstarfi vegna þess að vinstri grænir voru á móti evrópusambandinu, eins og kom fram á landsfundi þeirra. Margir kusu þá vegna þess að þeir voru óhlynntir evrópusambandinu. En Steingrímur sagði að þeir væru ekki að svíkja kjósendur sína ef þeir mundu ganga að þessu máli með atkvæða greiðslu. Svo rétt áðan þá Sögðu flestir þingmenn 'Nei' við að þjóðin fengi að ráða um hvort yrði gengið til kosningar um hvort að færi til aðildarviðræðna í Brussel. Svo sögðu þeir einnig 'Nei' við atkvæðna greiðslna um hvort að þau myndu leyfa þjóðini að ráða um hvort yrði gengið í ESB eftir að samningaviðræðunar væru búnar.
Í öðrum orðum, ríkisstjórnin stendur ekki við orðin sín á neinn hátt. Fer á bakvið kjósendur sína, leyfir Þjóðini ekki að kjósa um svo gríðarlega mikilvæg mál.
ég bara skill hreint ekki afhverju það fara engir að mótmæla þessari ríkisstjórn eins og var gert við ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis flokksins.
Njáll (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:42
Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:44
Miðað við niðurstöður atkvæðnagreiðslna í dag þá verður þessi stjórn ekki langlíf. Ekki mun ég styðja hana, svo mikið er víst.
Erla J. Steingrímsdóttir, 16.7.2009 kl. 16:45
Þú hefur greinilega ekki tekið Icesave inní þessa útreikninga þína. Ef það verður fellt þá fáum við ekki inngöngu í esb svo það næsta sem þessi ríkis(ó)stjórn gerir er að skrifa undir þá. Og þá verður engin hagsæld hér á landi.
Erla J. Steingrímsdóttir, 16.7.2009 kl. 16:48
Geymið nöfn þjóðníðinganna sem samþykktu þennan gjörning og strikið út í næstu kosningum !
Ísleifur Gíslason, 16.7.2009 kl. 16:54
Hvað finst ykkur um þá þingmenn sem sátu hjá? Hvernig er hægt að sitja hjá í svona mikilvægu máli? Finst ykkur þeir vera stikk frí?
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:59
Það að sitja hjá í svona mikilvægu máli er mesti bleyðuskapur sem ég hef orðið vitni að.
Erla J. Steingrímsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.