Föstudagur, 22. maí 2009
Hrokafull yfirlýsing
Ég skil ekki afhverju þjóðin á að axla ábyrgð á útrás fárra manna sem fóru illa að ráði sínu og fjárfestu langt umfram getu. Nú á íslenska þjóðin að borga á meðan þessir menn eru bara í rólegheitunum á Cayman´s og gera grín að okkur. Það ætti nú bara fyrir löngu að vera búið að handtaka þessa menn. Þeir eiga bara að vera í fangelsi á meðan er verið að rannsaka þessi mál. Ótíndir glæpamenn fá sjaldnast að leika lausum hala á með verið er að rannsaka þá og afhverju ganga þeir þá lausir, þeir sem lögðu Ísland í rúst? Það vita allir hvað landið stendur illa, en það sem þessir ráðamenn þurfa að gera sér grein fyrir er að þjóðin er ekki í stakk búin til að ganga í ábyrðir fyrir þessum peningum ef við erum líka gjaldþrota. Nú þarf að treysta grunninn til að við sem byggjum þetta land getum staðið undir auknum álögum.
Langar til að taka það fram að heitið á þessari frétt var fyrst " þjóð í afneitun". En yfirskriftinni greinilega breytt í "framsóknarmenn í afneitun".
Framsóknarmenn í afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Það getur hljómað vel að taka fólk af lífi án dóms og laga, en ég er hræddur um að skuldirnar minnki ekki neitt við það. Og ég efast líka um að óreiðufólin séu á Caymaneyjum því það er jafnvel meiri nárass en Ísland. Ætli þeir séu ekki frekar í skjóli Brown góðvinar okkar í Lundúnum -- við gætum kannski stungið að honum að nota hryðjuverkalögin á þá (verst reyndar að Obama er að loka Guantanamo)
GH, 22.5.2009 kl. 14:53
Ég er sammála því að þessir menn eiga að vera í gæslu á meðan rannókn fer fram.
Ísleifur Gíslason, 22.5.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.