Sunnudagur, 10. maí 2009
Grunaði ekki Gvend
Ég kaus VG því ég gerði mér (greinilega vonlausar) vonir um að þau yrðu í bestu stöðunni til að setja S skóinn fyrir dyrnar í esb málinu. Ég hef orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með hann Steingrím J. Það hefur bara sannast núna að menn gera ýmislegt fyrir völdin, m.a að láta kúga sig til að svíkja eigin sannfæringu. Kannski hefur Steingrímur hugsað sem svo að hann gæti gert meira fyrir þjóðina í ráðherrastóli en í stjórnarandstöðu því það er næsta víst að ef hann hefði ekki látið eftir í þessu máli þá hefði S bara leitað eitthvað annað. Nú verður maður bara að vona að fyrst svona er komið að hann Steingrímur leyfi S ekki að semja frá okkur landið og miðin, en í rauninni má líta svo á að hann sé þegar búinn að gera það með þessum stjórnarsáttmála. En einu er ég samt sammála og það er að leggja niðurstöður aðildarviðræðna undir þjóðina. Því mér finnst ótrúlegur hroki og yfirlæti að treysta ekki þjóðinni til að taka "rétta" ákvörðun um svona stórt mál. Við íslendingar erum mjög gáfað fólk og ég treysti þjóðinni til að binda enda á þessa esb hringavitleysu.
Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég verð sáttari við hvernig ég skilaði mínu atkvæði með hverjum deginum.
Íslandi allt.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.5.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.