Ofsóknir

Allt þetta mál er lýsandi dæmi um ofsóknir eins manns á hendur öðrum.  Það hefur löngum verið ljóst að Hannes læknir er ekki vinsæll hjá yfirstjórn HSA fyrir það eitt að hann hefur hag sjúklinga fyrir brjósti.  Ef einhver ætti að láta af störfum þá er það náttúrulega hinn skinnheilagi forstjóri, Einar Rafn.  Einar hefur alltaf haft horn í síðu Hannesar, mann undrar það því Hannes er mjög góður læknir og sinnir sínu starfi vel.  Greinilegt er að Hannes þykir of "sjálfstæður" !!!  Sjálfstæður í þeirri merkingu að hann hugsar fyrst um sjúklingana sína og að gera gott fyrir þá.  Mér er fyrirmunað að skilja hvernig þessi maður, Einar Rafn, komst í þessa stöðu sem hann er í og austfirðingar ættu hreinlega að hrinda af stað byltingu til að koma þessum manni frá.
mbl.is Til rannsóknar hjá landlækni og Ríkisendurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr skýrslu ríkisendurskoðunnar sem nýverið kom út í febrúar 2009.

"Vitjunum lækna fjölgaði í heild um 24,5 % og verulega  á tímabilinu  2006-2007. Þetta verður ekki skýrt með auknum umsvifum þar sem íbúum þjónustusvæðis HSA fækkaði um tæp 11% á árunum 2006-2007. Skýringanna er því að leita í örðu t.d eru dæmi um að læknar veiti meiri þjónustu utan dagivinnutíma er raunveruleg þörf er talin á. Framkvæmdastjórnin hefur því hvatt lækna til sem starfa á vegum HSA  til að sinna sjúklingum á dagvinnutíma eins og frekast er kosturfremur en að lengja opnunnartíma heilsugæslustöðva  eða fara í vitjanir. Að auki ber að geta þess að mál er komið upp þessu tengt sem er í rannskókn hjá lögreglu."

tilvitnun lýkur.

Vildi bara benda þér á að það er ekki bara stjórn HSA sem eitthvað telur þarna athugavert heldur líka ríkisendurskoðun í stjórnsýslu úttekt sinni á HSA.

(IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Lögregla vísaði málinu frá.  Það segir allt sem segja þarf.

Erla J. Steingrímsdóttir, 8.5.2009 kl. 17:29

3 identicon

Nei Erla mín það gerir það nefnilega ekki, gögnin sem þeir þurftu til að geta rannsakað málið eru trúnaðargögn sem ekki fékkst aðgangur að,  og því var EKKI hægt að rannsaka það frá þessum vettvangi. Það var niðurstaðan og málinu því vísað frá.

Ég tek ekki afstöðu til sektar eða sakleysis þess manns, því ég hef ekki þau gögn sem þarf til þess frekar en þú.

En þessar tölur í stjórnsýsluúttektinni eru svo sláandi háar að ekki verður við unað hver sem á þar í hlut.  Ég er ekki tilbúin til að taka á mig skerðingu á þjónustu vegna þess að einhver bruðlar með almannafé. Því 24,5 %  aukning á einum  gjaldalið þegar fólki fækkar eru gríðarlegir fjármunir sem verður að skýra út,  og þetta er fært í bókhaldi á vitjandir lækna og tíma utan hefðbundins opnunnartíma samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunnar sem er öllum opin. Stofnuninni eru skaffaðir ákveðnir fjármunir til rekstrar  engin læknir hversu góður hann vill vera hefur ekki heimild til að eyða þeim fjármunum umfram aðra lækna á svæðinu, fjármunum  sem við öll þurfum að skipta á milli okkar. 

Hvort það er þessi umræddi maður eða einhver annar eða engin þá  verður að skoða það, en  þau gögn eru trúnaðargögn milli læknis og sjúklings og var því ljóst tel ég fyrirfram að ekki yrði það útskýrt hjá lögreglu eða ríkissaksóknara.  Þetta eru tugmilljónir sem þarna ber á milli sem bæði stjórn HSA OG RÍKISENDURSKOÐUN gera athugasemdir við. 

Þetta er tilfinningaumræða sem ekki styðst við nein rök og þó ég sé ekki hrifin af Einari Rafni þá er hann í þeirri stöðu sem og rest stjórnar að geta ekki varið sín verk þar sem það væri brot á trúnaði sem ekki hefur verið aflétt.

Trúir þú því virkilega að stjórn HSA sé svo illa innrætt að þau færu í svona erfiða rannskókn bara að því að Einari og Hannesi hafi aldrei samið????

Ég þekki ekki konuna í stjórninni en ég þekki aðeins til Stefáns og slíkt mundi hann aldrei gera og þeir sem ég hef hitt og þekkja þessa konu segja að sama gildir um hana, hún hefði aldrei samþykkt svona rannsókn nema eitthvað væri rykugt. Svo er það allt annað mál hvernig svona ber að nálgast. 

(IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband