Ólýðræðisleg Samfylking

Það vona ég að Vinstri grænir sigri þessar kosninar og Steingrímur J. verði forsætisráðherra til að þessi evrópuumræða verði sleginn útaf borðinu.  Ég er reyndar mjög hrifinn af Jóhönnu Sigurðardóttur en þessi blinda evrópustefna hjá Samfylkingunni er bara, hreint út sagt, vitlaus.  Ég held að þau ættu frekar að leggja vinnu í að bjarga okkur úr þessu ástandi sem þjóðin og landið er í.  Meiri hluti landsmanna er á móti aðildarviðræðum og samt er Samfylkingin eitthvað að þrjóskast við þetta. 

Ég hef frá því að ég man eftir mér ekki þolað Sjálfstæðisflokkinn en ég er bara hreinlega farinn að hallast aðeins í þá átt núna.  Óska ríkissjórnin er sú að Vinstri grænir í forsæti myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Þá getum við sofið róleg, þurfum ekki að vera andvaka yfir því að það verði búið að selja Ísland og auðlindirnar með þegar við vöknum að morgni. 

Nú er mikil þörf á því að stjórnmálamennirnir okkar taki sig saman og standi vörð um landið og þjóðina.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Veistu, ég er farinn að hallast að því sama.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

aðildarviðræður taktu eftir, þjóðin fær að kjósa um þetta í þjóðaratkvæðargreiðslu. Hvað er ólýðræðislegt við að sækja um aðild? Það skiptist á að vera meirihluti sem vill það, og meirihluti sem vill það ekki.. og aðildarumsókn fylgja engin skilyrði, þjóðir fær alltaf að kjósa hvort hún samþykki samningana eða ekki. Það er ólýðræðislegt að sækja ekki um, og upplýsa þar með ekki þjóðina um hvernig aðildarsamningar væru.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jónas, þú getur bara skoðað aðildarsamninga annarra þjóða og þá veistu 98% af því sem um væri að ræða í aðildarsamningum Íslands.  Engin þörf á að eyða hundruðum milljóna í samningaviðræður þegar þess er ekki þörf.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta væri óska stjórn mín allt betra en Samfylkingin,framsókn mættu alveg vera með,þó mér finnist formaður þeirra sé búinn að spila rassinn úr buxunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Takk fyrir þetta Axel minn, ég hefði ekki getað svarað honum Jónasi betur.

Það skal engin halda að við fáum einhverja sérmeðferð eða sérsamninga hjá ESB.

Erla J. Steingrímsdóttir, 20.4.2009 kl. 21:24

6 identicon

Fyrirsögnin: Ólýðræðisleg Samfylking

Niðurstaðan: Fáránleg hugmynd að halda lýðræðislega kosningu um ESB af því að [insert ástæðu]

Tillaga: Kannski hefði fyrirsögnin átt að vera "Ólýðræðisleg Skoðun Bloggara"

Nú er mér alveg sama hvert málefnið er - hvort himininn sé blár eða ekki - en það er ekkert lýðræðislegra en að leyfa þjóðinni að kjósa beint um viðkomandi málefni. Að halda því fram að aðili X sé ólýðræðislegur vegna þess að hann stendur fyrir lýðræðislegum kosningum er helvítis fokking fokk.

Svo maður vitni í Búsáhaldabyltinguna.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:55

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég tek undir með Erlu og Axel og ég sé ekkert lýðræðislegt við það að kjósa um ESB aðild aftur og aftur þar til rétt er kosið að mati Brüssel og aðildarsinna, eins og dæmin sanna sbr. Svíþjóð og fleiri.

Ísleifur Gíslason, 21.4.2009 kl. 00:03

8 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Ég skora á þig að horfa á þetta myndband. Þú segir að ESB aðild sé arfa vitlaus, tja þá veist þú meira heldur en flestir færustu hagfræðingar hemsins og menn eins og Benidikt jóhannsson. Þú ert bara snillingur ef þú hefur fattað eitthvað sem þessir aðilar hafa ekki séð. Hingað komu hagfræðingar síðastliðin vetur, heimsfrægir hagfræðingar, sem hédu m.a. fundi í Háskóla Íslands. Þeir sögðu að besta ráðið væri að ganga í ESB, en þeir tóku það fram að þeir ætluðu ekki að taka þessa ákvörðun fyrir okkur. Þess vegna langar mig að spyrja þig, hvað hefur þú fyrir þér í því að aðild að ESB væri verri en ekki aðild? Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:04

9 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Sæll Valsól.

Það komu líka heimsfrægir hagfræðingar hingað til lands sem sögðu að ef við myndum ganga í ESB þá líktist það því að við myndum fremja efnahagslegt sjálfsmorð.

Erla J. Steingrímsdóttir, 21.4.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband