Mánudagur, 6. apríl 2009
Alþingi íslendinga
Ég á bara ekki orð yfir störf Alþingis í dag og undanfarna daga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ítrekað að gera lítið úr Alþingi með þessu málþófi sínu. Ég hef verið að hlusta á þeirra málflutning í þinginu og það skín í gegn hjá þeim að þeir eru svo MÓÐGAÐIR yfir því að þeir séu í minnihluta og í stjórnarandstöðu. Þeim finnst virkilega að sér vegið að fá ekki lengur að ráða öllu eins og þeir hafa gert undanfarna tvo áratugi. Þeim er greinilega alveg sama um fólkið í landinu. Og þeir vilja alls ekki að fólkið í landinu fái að ráða einhverju sjálft. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég á bara ekki nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu minni á vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins.
Dagskrártillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
Athugasemdir
Og ríkisstjórnin og framsókn gera lítið úr fólkinu í landinu með að eyða púðri í þessar stjórnarskrárbreytingar meðan heimilin sitja á hakanum
Kristinn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:40
Já hverslags er þetta ergilega !!!!!!
Jóhanna Guðný (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.