Ókeypis tannlækningar í Reykjavík og hvergi annars staðar

Var að lesa frétt á vísir.is þar sem segir að Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands ætli að bjóða uppá fríar tannlækningar fyrir börn.  Þetta ætla þeir að gera á laugardögum milli kl. 10.00 og 13.00. 

Vissulega er þetta að einhverju marki svar við umræðu síðastliðinna daga og mjög flott framtak en betur má ef duga skal.  Það eru fleiri byggðir en Reykjavík á Íslandi.  Hvað með börnin sem búa á Ísafirði eða á Raufarhöfn.  Það kostar sitt að ferðast til Reykjavíkur og á endanum yrði það dýrara fyrir foreldra útá landi að ferðast til Rvík fyrir fría tannlæknaþjónustu heldur en að fara með barnið til tannlæknis í sinni heimabyggð.

Nú er alltaf verið að tala um að ekki eigi að mismuna börnum en þetta er mismunum af verstu sort.   Hvernig gagnast þetta fjölskyldum útá landi.  Fyrst þeir eru á annað borð að gera þetta þá ættu þeir að ganga alla leið og fara í helstu þéttbýliskjarna útá landi og bjóða þessa þjónustu einnig þar.

Núna ættu stjórnarherrar þessa lands að sýna að þeim sé annt um þjóðina, sýna það í verki og afnema gjald fyrir tannlækningar barna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í Bretlandi eru allar læknisaðgerðir á börnum til 16 ára ókeypis.   Tennur þar inni. Svona ætti þetta að vera hér á landi líka.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég er svo sammála þér Hildur.

Erla J. Steingrímsdóttir, 2.4.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband