Föstudagur, 21. nóvember 2008
Endalaus hringavitleysa
Ég er orðin svo leið á þessari ríkisstjórn. Þau gera ekkert annað en að tala í hringi og tala illa um hvort annað. Þessi ríkisstjórn er greinilega ekki hæf í að stjórna landinu. Það besta sem þau myndu gera núna er að boða til nýrra kosninga. Í þjóðfélaginu hefur myndast mikil vantrú og vantraust á ríkisstjórnina okkar og ef þau bæru hag lands og þjóðar fyrir brjósti myndu þau víkja. Það er bara ekki eðlilegt að þeir sem bera ábyrgð á efnahagshruninu fái að spila með þessa peninga sem nú eru að koma inní landið í formi lána frá IMF og nágrannalöndum. Þau eiga ekki að fá tækifæri til að rústa landinu endanlega. Það fyrsta sem þau eiga gera til að öðlast traust þjóðarinnar er að víkja honum Davíð Oddssyni úr embætti og nr 2 sem þau eiga að gera er að láta hana Ingibjörgu vera forsætisráðherra.
Þetta er mín skoðun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.