Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
eins og kýrnar á vorin...
þannig er ég núna, eftir að ég virkjaði bloggið mitt aftur. Ég þarf svo mikið að fá að segja mína skoðun á landsmálunum.
Mér finnst hann Bjarni Harðarson aðdáunarverður og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar. Geir H. Haarde ætti að segja af sér sem og Davíð í seðlabankanum. Valgerður á að segja af sér og líka hann Árni M.
Núna vill ég bara sjá hann Steingrím J. í ríkisstjórn því þó hann sé kannski stundum heldur öfgafullur í skoðunum þá hefur hann sýnt að hann stendur og fellur með sínum orðum og gjörðum. Hann starfar af heilindum fyrir þjóðina.
Nú ríður á að Íslendingar standi saman og leyfi ekki núverandi ríkisstjórn að sitja í friði og vernda eigin hagsmuni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.