Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Geir, þú ert að orðinn alveg sami hrokagikkur og Davíð Oddson
Jæja, nú er ég búin að fá nóg af ástandinu í landinu, ég er búin að fá nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda. Nú finnst mér að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð og segja af sér. Ég vil að við, íslendingar, fáum að kjósa okkur nýja stjórn og ég vill að Sjálfstæðisflokkurinn salti sjálfan sig, þeir ættu að fara í pásu og leyfa dugandi fólki að koma þjóðinni út úr þessari krísu. Nú er kominn tími til að Davíð Oddsson hætti að stjórna landinu, hann kemur til með að gera það svo lengi sem Sjálfstæðisflokkurinn er í forsæti. Hann getur ekki sleppt takinu og hans flokksbræður leyfa honum að komst upp með allt. Barátta okkar íslendinga fyrir sjálfstæði er farin fyrir lítið ef menn eins og Davíð Oddson fá að valsa hér um og gera það sem þeim þóknast.
Bloggið mitt hefur verið í langri pásu og má segja að það hafi eiginlega aldrei komist almennilega af stað en nú verð ég bara að fá að segja mína skoðun. Ég get ekki lengur orða bundist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.