Föstudagur, 25. maí 2007
Stóri dagurinn..
Það styttist óðum í stóra daginn. Ég er farin að hlakka svoo mikið til. Í kvöld erum við að fara að hitta manninn sem ætlar að syngja í athöfninni. Við erum nú svo órómantísk eitthvað að við eigum ekkert lag eins og svo margir eiga saman. Við treystum bara á að þessi mæti maður hafi einhverjar hugmyndir að lögum.
Það er í svo mörg horn að líta þegar maður er að undirbúa brúðkaup. Ég sagði nú alltaf að þegar ég myndi gifta mig þá ætlaði ég ekki að hafa svona formúlubrúðkaup en mér sýnist allt stefna í það. Ég sé nú bara eftir því núna að hafa ekki bara ákveðið að fara til dómara og fara svo af landi brott í brúðkaupsferð og ekkert að vera að halda veislu. Þó maður eigi ekki að vera að horfa í peninginn þegar maður giftir sig því það gerir maður bara einu sinni, að öllu jöfnu, þá er þetta helv.. dýrt.
En að allur þessi undirbúningur sé fyrir 45 mínútur. Ég er nú samt búin að sjá að undirbúningurinn og hugsunin um athöfnina er nú bara það sem málið snýst um, það er það sem er svo skemmtilegt. Svo kemur rúsínan í pylsuendanum og þá verður maður hamingjusamlega giftur:)
Athugasemdir
Hæ hæ, já það má ekki gleyma gjöfunum. Það er mjög gaman daginn eftir:) Heyrðu verð að kíkja í kaffi um helgina - eða þið til okkar.
knús og kossar.....Drífa
Ritari Búlgaríu, 25.5.2007 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.