Föstudagur, 16. september 2011
Endurvakning
Jæja, nú ætla ég að fara að endurvekja bloggið mitt. Framvegis verður þetta vettvangur minn fyrir vangaveltur um líðandi stund, smá pólitískar hugleiðingar og bókmenntapælingar:)
Nú hef ég verið hundaeigandi í tvo mánuði og ...vei! Að eiga hund er sennilegasta það heilbrigðasta sem ég hef gert um ævina. Ég fer í langa hjólatúra tvisvar á dag og hreinlega geisla af heilbrigði:) Alveg án gríns.
Nú styttist í jólin.. og ég gerði svaka kaup á lagersölu Forlagsins. Þvílík fjársjóðskista þessi markaður er, fullt af flottum bókum til sölu á lítinn sem engan pening. Það gerir mig alltaf hamingjusama að gera góð kaup:) Ég mæli eindregið með þessari lagersölu:) Maður er alltaf að spara;)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.