Laugardagur, 29. maí 2010
Bezti flokkurinn er bezti kosturinn
Það sem byrjaði sem grínframboð hjá Jóni Gnarr hefur snúist upp í grafalvarlega kosningabaráttu. Reykvíkingar gætu gert margt verra en að kjósa Bezta flokkinn. Ég ætla að kjósa Bezta flokkinn, m.a. af þeirri ástæðu að ég er komin með algert ofnæmi fyrir flokkunum fjórum. Ég vil fólk sem er ekki gegnumsýrt af spillingarpólitíkinni hér á þessu landi. Þess vegna ætla ég að kjósa Jón Gnarr og Bezta flokkinn. Ég hef trú á því að það yrði borginni til góðs að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr borgarstjórn. Ég hef reyndar ekkert á móti Hönnu Birnu, borgarstjóra, en hún er í kolvitlausum flokki, og bara það að hún skuli vera í Sjálfstæðisflokknum ber vott um gríðarlegt dómgreindarleysi af hennar hálfu.
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Athugasemdir
Í mínum huga felst dómgreindarleysi í því að kjósa einn þegar þú vilt annan!
Verð bara að segja það...
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.