Miðvikudagur, 19. maí 2010
Sjálfsögð mannréttindi
Samkynhneigð hefur alltaf verið til staðar, samkynhneigð var til staðar löngu áður en biblían var sett saman og löngu áður en menn fóru að iðka kristna trú. Þetta er ekkert flókið, samkynhneigt fólk er alveg jafn mikið fólk og gagnkynhneigt, kannski mætti meira að segja snúa þessu við, gagnkynhneigt fólk er alveg jafn mikið fólk og samkynhneigt. Ég hef aldrei orðið vitni að því að samkynhneigðir setji út á lifnaðarhætti gagnkynhneigðs fólks, ég hef ekki séð samkynhneigða í krossferð gegn gagnkynhneigðu fólki, afhverju er gagnkynhneigt fólk í krossferð gegn samkynhneigðum? Afhverju getur fólk ekki bara lifað í sátt og samlyndi og sætt sig við að hver og einn einstaklingur er einstakur, það eru engir tveir eins. Sem betur fer:)
Skiptar skoðanir um ein hjúskaparlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mannréttindi samkynhneigðra eru hvergi betri í heiminum en á Íslandi. Vissurðu það? Mér finnst að það megi alveg velta upp þeirri spurningu hvort eðlilegt er að kalla það "hjónaband" þegar tveir menn eða tvær konur ákveða að ganga saman lífsveginn. Geta Jón og Siggi sem búa saman og ákveða að ganga í hjónaband verið kallaðir "hjón"? Mér finnst að það megi spyrja spurninga hvort ekki sé verið að "gengisfella" hjónabandið með því. Hafa þeir engin réttindi sem nú þegar eru í hjónabandi og verið svipt því að vera hjón, maður og kona með því að orðið er endurskilgreint að kröfu samkynhneigðra? Mér finnst ekkert óeðlilegt að þessar spurningar séu spurðar. Mannréttindi samkynhneigðra eru rækilega tryggð í íslenskum lögum. Það er ekki verið að brjóta "mannréttindi" þótt samkynhneigðir geti ekki gengið í "hjónaband". Mér finnst nægilegt að samband þeirra sé blessað í kirkju af þeim prestum sem það vilja en að ætla að endurskilgreina orðið hjónaband að kröfu samkynhneigðra er of langt gengið. Fólk má hafa mismunandi skoðanir á þessu án þess að vera sakað um krossferðir og fleira. Annars mætti alveg eins segja að samkynhneigðir væru í krossferð gegn kirkju og gegn hjónabandinu almennt.
Guðmundur St Ragnarsson, 20.5.2010 kl. 00:56
Ef þetta lið vill endilega gifta sig þá á það bara að stofna sína eigin kirkju og gera sín stykki þar en ekki vera með þessa andskotans frekju að troða sér inní trúarbrögð okkar hinna sem viljum að hjónabandið sé eins og trú okkar segir til um.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.