Skýr skilaboð

Nú er fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu lýðveldisins lokið og skilaboðin eru skýr.  Vilji landsmanna kemur skýrt í ljós, núverandi lög um icesave hafa verið felld úr gildi.

Sárast þótti mér þó að hlusta á Jóhönnu og Steingrím í sjónvarpinu í gær.  Þau töluðu niður til þjóðarinnar.  Nú finnst mér að þau ættu að fara að haga sér eins og Íslendingar.  Ekki eins og handbendi Breta og Hollendinga.  Að heyra þau gera lítið úr vilja þjóðarinnar og hreinlega bara gera lítið úr þjóðinni var sorglegt.  Þau þurfa bæði að fara að hugsa sinn gang.  Þjóðin lætur ekki tala svona niður til sín til lengdar.  Þau tvö voru á sínum tíma óska tvíeykið mitt í ríkisstjórn, ég kaus VG á sínum tíma.  Nú fer að verða spurning hvort þau eigi eitthvað erindi í ríkisstjórn landsins, en ef þau fara hvað á þá að koma í staðinn?  Vilja landsmenn sjá Bjarna Ben sem forsætisráðherra?  Ég held ekki.  Með fullri virðingu fyrir Bjarna Ben og Sigmundi Davíð þá eru þeir fulltrúar þeirra flokka sem komu þjóðinni í allt þetta rugl.  Kannski væri betra að sterkir einstaklingar úr VG og Samfylkingunni myndu taka við af þeim Steingrími og Jóhönnu.  Þau eru orðin þreytt og hafa misst öll tengsl við íslenskan veruleika.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu.. og bæði töluðu um það í gær að það væri komin nýr samningur.. hvar er hann spyr ég... allt lýgi og uppspuni áfram til að halda stólum sínum. Steingrímur sagði það í Silfur Egill að við skulum athuga það að er enginn samningur komin, og það sem meira er engin í augnsýn... Þau mættu hvorug á kosningarstað vegna þess að þessi samningur sem þjóðin var að fella væri fallin um sjálft sig vegna þess að það væri komið annað og betra...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband