Kjósum, kjósum

Nú ætla ég að skunda á kjörstað og setja X við NEI.  Nú verðum við Íslendingar að sýna samstöðu og sýna í verki að okkur standi ekki á sama.  Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla markar stórkostleg tímamót í lýðræðissögu landsins og við Íslendingar megum ekki senda þau skilaboð út í heim að okkur standi á sama um lýðræðið og á sama um svona stórt mál sem icesave er.  Sýnum vilja okkar í verki og kjósum NEI.  Það er nú eða aldrei, ef við viljum láta taka okkur alvarlega, ef við viljum sýna það að þjóðin í þessu landi standi saman þegar um svona mikið hagsmunamál er að ræða. 

Ég tek ofan fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að gera þjóðinni kleyft að kjósa um þetta mikilvægt mál.

Allir að fara að kjósa!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband