Föstudagur, 5. mars 2010
Eins og blaut tuska...
Að heyra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon segja ítrekað að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla skipti engu máli hefur verið eins og að vera ítrekað slegin í andlitið með blautri tusku. Ég trúði varla mínum eigin eyrum og augum þegar ég heyrði og las þetta. Forystumenn stjórnarandstöðunnar komust vel að orði í Kastljósi í kvöld þegar þeir sögðu að nú þyrfti þjóðin að standa saman og mæta á kjörstað. Alveg er ég sammála þessum orðum. Nú ríður á að allir mæti á kjörstað á morgun og láti í sér heyra. Nú skiptir samstaðan mestu máli. Ég ætla að mæta og kjósa NEI. Vissulega myndi ég vilja að sem flestir kysu nei en það er kannski ekki það sem skiptir mestu máli heldur það að þjóðin nýti þann lýðræðislega rétt sinn sem þjóðaratkvæðagreiðslan er. Þessar kosningar eru miklu mikilvægari en alþingis eða bæjarstjórnarkosningar verða nokkru sinni.
Ég var að tala við konu í kvöld sem hringdi í mig til að vera alveg viss um að ég færi nú að kjósa á morgun. Hún sagði svolítið sem sat í mér og það var að nú fyndist henni Jóhanna hafa orðið ömmu sinni til skammar. Kona þessi rifjaði upp þegar hún sem unglingur fór á fundi verkakvennafélagsins og hvað það hefði verið gaman að hlusta á konurnar ræða málin.
Nú verður íslenska þjóðin að standa saman og mæta á kjörstað. Nú verðum við að senda sterk skilaboð, að við sitjum ekki þegandi undir svona kúgun eins og icesave málið er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Fín grein hjá þér, Erla. Er ekki Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave eitthvað fyrir þig?
Jón Valur Jensson, 6.3.2010 kl. 00:34
Sæl Erla.
Ég er líka hneysklaður á þeim að tala svona um kosningaréttinn okkar. Mér finnst þau hafa misst niður um sig, eins og sagt er.
Auðvitað mæta allir sem vettlingi geta valdið og öll segjum við NEI.
TÖll sömul til hamingju með daginn okkar sem eigum kosningaréttinn !
Kærleikskveðja á þig og alla þína
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 01:37
Sæl Erla. Ég er alveg sammála þér. Undanfarnir dagar hafa gert það að verkum að ég er búinn að missa alla virðingu fyrir áður góðu baráttufólki í tugavís. Það þykir mér sárt.
En nú er klukkan orðin 10:00 þannig að ég ætla að fara og kjósa.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.3.2010 kl. 10:03
Kæru vinir, skundum á kjörstað og setjum X við NEI. Ég dreif mig í Borgarfjörðinn í gærkvöldi til þess að geta kosið og tók son minn með mér, en við eigum lögheimili hér í Reykholtsdalnum. Ég hef sjaldan eða eiginlega aldrei upplifað mig í þessu þjóðfélagi okkar eins vanmáttuga og núna, þess vegna ætla ég að ´setja X við NEI á kjörstað í dag. Mér finnst orð þeirra Jóhönnu og Steingríms dæma sig sjálf. Þessi stjórn vonandi tekur pokann sinn eftir helgina. Þurfum ekki á svona stjórnendum að halda til að stýra þjóðarskútunni okkar, og það gjörsamlega á bóla kaf.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.3.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.