ESB umsókn í fæðingu

Ekki skil ég afhverju Samfylkingin sækir það svona fast að fara í aðildarviðræður við evrópusambandið. Síst skil ég þó þessa þrákelkni í ljósi þess að meirihluti landsmanna vill ekki sækja um aðild. Þessi umsókn um aðild að esb er þeirra einkaósk, ekki veit ég hverju þeim hefur verið lofað gegn fullveldi landsins, þetta er allt mjög loðið. Þau hafa aldrei sest niður og reynt að útlista KOSTI þess og GALLA, að ganga í sambandið, fyrir kjósendum sínum og landsmönnum öllum. Úr fjarlægð séð lítur þetta út eins og rjúpan sem remdist við staurinn. Það ætla ég að vona að stjórnarandstaðan standi sig í stykkinu núna og einnig að VG standi við þau loforð sem þau gáfu kjósendum sínum. Ég verð svo reið og svekkt þegar ég horfi á Steingrím J láta undan í þessu máli. Hann ætti að skammast sín. Ef hann leyfir Samfylkingunni að halda þessu til streitu þá fer að styttast í endann á hans pólitíska lífi. Þá sjá hans kjósendur að það er EKKERT að marka það sem hann segir. Það er skömm að þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband