Gjörningur á Þingvöllum

Ég skundaði á Þingvöll núna síðdegis með fjölskylduna.  Við vorum nokkur sem hittust þar, í þeim tilgangi að heita á land og þjóð að standa saman sem einn maður gegn því að við verðum sett undir ofurvald elítunnar í Brussel.  Það var rok á Þingvöllum en það setti bara þjóðlegan blæ á samkunduna og ég fylltist þjóðernisstolti við að hlusta á Guðna Karl flytja ræðu, fullan eldmóðs og ástar á landinu sínu.  Það var endað á því að lesa Öxar við ána og þá fylltist ég gífurlegu stolti og ættjarðarást og styrktist í þeirri afstöðu minni að ekkert gott hlytist af þessu daðri við ESB.

Ég er stolt af því að vera íslendingur og ég er fullveldissinni.

Öxar við ána, árdax í ljóma,
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja.
Fram, fram, bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðarböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum vorri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Mætingin hefði mátt vera betri en það var samstilltur hópur sem mættist þarna á Þingvöllum:)

Erla J. Steingrímsdóttir, 14.7.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þetta var góð stund

Ísleifur Gíslason, 15.7.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband